Bílaþvottur

Allt hreint sem hefur verið með umfangsmikinn bílaþvott undanfarin ár hefur hætt þeirri þjónustu og hefur bílaþvotturinn verið seldur frá rekstrinum. Nýir aðilar hafa tekið við þjónustunni og hafa opnað að Blikavelli 5 ( rétt við Flugstöð Leifs Eiríkssonar ) glæsilegt 700m2 bílahús og eru þar með tvær bílaþvottavélar ( burstalausar ) fyrir bæði litla stóra bíla. Um leið og við þökkum viðskiptin í bílaþvottinum á liðnum árum viljum við benda fyrrum viðskiptavinum á að snúa sér til þeirra og halda áfram að fá þá góðu þjónustu sem þeir hafa vanist hjá okkur í gegnum árin 🙂

Bílaþvottur ehf er með opna bílaþvottastöð og taka einnig bíla í alþrif oþh.

Símanúmer hjá Bílaþvotti ehf er 421-5566.